Orð og tunga

Mynd af kápu

 

Orð og tunga er ritrýnt tímarit sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefur út árlega.

Birtar eru fræðilegar greinar, á íslensku og ensku, sem lúta að máli og málfræði en sérstök áhersla er lögð á greinar um orðfræði, orðabókafræði, nafnfræði, íðorðafræði og málræktarfræði. Greinarnar eru ritrýndar af a.m.k. tveimur ónefndum sérfræðingum auk ritstjóra.

Grein á íslensku fylgir stuttur efnisútdráttur á ensku en sé greinin á ensku er útdrátturinn á íslensku. 

Orð og tunga kemur að jafnaði út í mars/apríl.

Áskrift að tímaritinu má panta hjá Bóksölu stúdenta.

Orð og tunga í rafrænum búningi:

Alla eldri árganga tímaritsins Orðs og tungu má nálgast í heild sinni á Tímarit.is, vef Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns. Ef slegið er inn "Orð og tunga" í leitarglugga á Tímarit.is birtast umsvifalaust tenglar sem vísa á rafrænar gerðir allra útgefinna árganga tímaritsins. Einnig er einfalt að slá inn t.d. "Orð og tunga 2017" til að fá upp tengil á það tiltekna hefti. Jafnframt má þrengja leit enn frekar, t.d. slá inn "Haraldur Bernharðsson 2017" og þá kemur tengill beint á þá blaðsíðu þar sem greinin hefst.