Vörður Stofnunar Sigurðar Nordals

2006


. . .
. . . . . . . . .

Stofnun Sigurðar Nordals 20 ára hinn 14. september.

Stofnun Sigurðar Nordals sameinuð Íslenskri málstöð, Orðabók Háskólans, Stofnun Árna Magnússonar og Örnefnastofnun Íslands þann 1. september undir heitinu Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Ráðstefna um íslensku sem annað mál / íslensku sem erlent mál, 17.–19. ágúst, í tilefni af 20 ára afmæli stofnunarinnar.

2005


. . . . . . . . . . . .
Ný vefsíða Stofnunar Sigurðar Nordals opnuð.

Stofnunin tekur að sér skrifstofuhald fyrir Samstarfsnefnd um kennslu í Norðurlandafræðum erlendis.

Kynning á Norðurlöndum við háskóla í Shanghai og Bejing í Kína.
 
2004
. . . . . . . . . . . .
Hinn 27. ágúst er opnaður aðgangur að vefnámskeiðinu Icelandic Online.  
2003


. . . . . . . . . . . .
Margmiðlunardiskurinn, Carry on Icelandic, kennsluefni í íslensku fyrir skiptistúdenta, gefinn út.

Málþing um menningarstefnu á Norðurlöndum, 9.–10. maí.
     
2002

. . . . . . . . . . . .
Alþjóðleg ráðstefna um úrvinnslu J.R.R. Tolkiens, Halldórs Laxness og Sigrid Undset á norrænum menningararfi, 13.–14. september.  
2001. . . . . . . . . . . .
Sumarnámskeið fyrir stúdenta frá Norður-Ameríku haldið í fyrsta skipti í samvinnu við University of Minnesota.

Íslenskunámskeið fyrir þátttakendur í Snorraverkefninu haldið í fyrsta skipti á vegum stofnunarinnar.

Kynning á Norðurlöndum við háskóla í Japan.

2000
. . . . . . . . . . . .
Alþjóðleg ráðstefna um miðlun þekkingar á landafundum norrænna manna á miðöldum, vesturförunum og landnámi Íslendinga í Vesturheimi, 31. ágúst – 2. september. 

1999

. . . . . . . . . . . .
Alþjóðleg ráðstefna um heimildir um landnám norrænna manna við Norður-Atlantshaf og fund Ameríku, 9.–11. ágúst.  
1998. . . . . . . . . . . .
Þing þýðenda íslenskra bókmennta haldið 9.–14. september.

Samstarfsnefnd um kennslu í Norðurlandafræðum erlendis styður í fyrsta skipti kynningu á Norðurlandafræðum við háskóla í Norður-Ameríku.

Vefsíða Stofnunar Sigurðar Nordals opnuð.
 
1997


. . . . . . . . . . . .
Efnt til alþjóðlegs sumarnámskeiðs um íslensk miðaldafræði í fyrsta skipti.
 

1996

. . . . . . . . . . . .
Alþjóðleg ráðstefna um íslenska málsögu og textafræði í tilefni af 10 ára afmæli stofnunarinnar, 14.–15. september.  
1995. . . . . . . . . . . .
Stofnunin fær fulltrúa í stjórn Snorrastofu í Reykholti.
1994. . . . . . . . . . . .
Ímynd Íslands, fyrsta smárit stofnunarinnar kemur út og hefur að geyma fyrirlestra um miðlun íslenskrar sögu og menningar.

Wagnerdagar, málþing í tilefni af frumflutningi á Íslandi á Niflungahringnum eftir Richard Wagner, haldið 23. maí og 29. maí.
 
1993
. . . . . . . . . . . .
Hrafnkötluþing, fyrsta sagnaþing í héraði sem stofnunin stendur að með heimamönnum, fer fram á Egilsstöðum 28.–29. ágúst.
1992. . . . . . . . . . . .
Halldórsstefna, alþjóðleg ráðstefna til heiðurs Halldóri Laxness níræðum, 12.–14. júní.

Dr. Helgi Þorláksson, dósent við Háskóla Íslands, flytur fyrsta Sigurðar Nordals fyrirlesturinn á fæðingardegi dr. Sigurðar 14. september og nefnir hann: „Snorri goði og Snorri Sturluson.“

Snorrastefna, fyrsta rit stofnunarinnar kemur út.

Styrkir Snorra Sturlusonar veittir í fyrsta skipti erlendum fræðimönnum, þýðendum og rithöfundum til dvalar á Íslandi við störf sín.
1991


. . . . . . . . . . . .
Menntamálaráðuneytið felur með bréfi 26. apríl stofnuninni að annast málefni sendikennslu í íslensku erlendis.

Stofnunin verður aðili að Samstarfsnefnd um kennslu í Norðurlandafræðum erlendis, samstarfsvettvangi stofnana á Norðurlöndum sem annast málefni sendikennslu.
1990
. . . . . . . . . . . .
Snorrastefna, alþjóðleg ráðstefna um norræna óðfræði og goðafræði, 25.–27. júlí.
 
1989


. . . . . . . . . . . .
Stofnunin gengst í fyrsta sinn fyrir alþjóðlegu sumarnámskeiði í íslensku í samvinnu við heimspekideild Háskóla Íslands.

Fréttabréf Stofnunar Sigurðar Nordals um íslensk fræði gefið út í fyrsta sinn og dreift til meira en þúsund stofnana og einstaklinga sem fást við íslensk fræði í heiminum.
1988

. . . . . . . . . . . .
Stofnun Sigurðar Nordals hefur starfsemi hinn 1. janúar í Þingholtsstræti 29.

Dr. Peter Hallberg, fv. prófessor í bókmenntafræðum við Gautaborgarháskóla, flytur fyrsta opinbera fyrirlesturinn á vegum stofnunarinnar 22. júní.

Stofnunin gengst fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um íslensk fræði í heiminum til að marka upphaf starfsemi sinnar, 24.–26. júlí.
 
1987
. . . . . . . . . . . .
Ákveðið að stofnunin fái til umráða húseignina Þingholtstræti 29 í Reykjavík sem aðsetur sitt og menntamálaráðuneytið festir kaup á húsinu í því skyni. Hafið að gera endurbætur á húsinu.

Dr. Úlfar Bragason bókmenntafræðingur ráðinn til að gegna forstöðu við stofnunina frá 1. janúar 1988.
 
1986
Þess minnst með dagskrá í Þjóðleikhúsinu 14. september að liðin eru 100 ár frá fæðingu dr. Sigurðar Nordals. Menntamálaráðherra Sverrir Hermannsson tilkynnir að sett hafi verið á fót menntastofnun við Háskóla Íslands sem beri nafn hans.

Skipuð stjórn Stofnunar Sigurðar Nordals. Í henni eiga sæti Davíð Ólafsson, fv. seðlabankastjóri, formaður, Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, og Svavar Sigmundsson, dósent.