Stjórn Stofnunar Sigurðar Nordals


Stofnun Sigurðar Nordals hafði sjálfstæðan fjárhag og laut sérstakri stjórn. Stjórnin var skipuð þremur mönnum, kaus heimspekideild Háskóla Íslands einn þeirra, háskólaráð annan en menntamálaráðherra skipaði hinn þriðja og var hann jafnframt formaður stjórnar. Dagleg stjórn stofnunarinnar var í höndum forstöðumanns.

Stjórn stofnunarinnar fram að sameiningu 1. september 2006 skipuðu:
  • Ingimundur Sigfússon, frv. sendiherra, formaður
  • Már Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands
  • Sigríður Dagný Þorvaldsdóttir, adjunkt í íslensku fyrir erlenda stúdenta við Háskóla Íslands

Varamenn í stjórn fram til 1. september 2006:

  • Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og fyrrverandi alþingismaður

  • Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands

  • Margrét Jónsdóttir, dósent í íslensku fyrir erlenda stúdenta við Háskóla Íslands