Kjörorð Stofnunar Sigurðar Nordals

Ræktarsemi og frumleikur þurfa að haldast í hendur,
– svo að ræktarsemin verði ekki að andlegum dofa,
frumleikurinn ekki sinueldur og hégómafálm.
Sigurður Nordal

Kjörorð: Ræktarsemi og frumleikur

Áherslur Stofnunar Sigurðar Nordals:
  1. Þjónusta til eflingar íslenskra fræða og menningar
  2. Samvinna við aðrar stofnanir sem vinna að svipuðum markmiðum á sviðum íslenskra fræða og menningar
  3. Hagkvæmni í rekstri til að unnt sé að nota takmarkað fjármagn sem best til eflingar íslenskra fræða og menningar
  4. Sveigjanleiki í rekstri og starfsemi þannig að unnið sé að verkefnum sem skipta máli á hverjum tíma
  5. Ræktarsemi við menningararfinn
  6. Framsækni inn á ný svið íslenskra fræða og menningar
  7. Metnaður til að vinna vel og af vandvirkni svo að stofnunin verði þekkt fyrir góðan menningarbrag