Orðasambandaskrá

Ritstjóri: Jón Hilmar Jónsson

Orðasambandaskráin er unnin upp úr tölvuskráðum notkunardæmum Ritmálssafns Orðabókar Háskólans. Dæmin spanna íslenskar ritheimildir allt frá miðri 16. öld. Í skránni birtist fjölbreytileg mynd af notkun einstakra orða í föstum samböndum og í dæmigerðu samhengi við önnur orð. Orðasambönd með algengum orðum skipta víða tugum og hundruðum og varpa sem heild skýru ljósi á merkingu og önnur notkunareinkenni orðanna. Skráin veitir einnig innsýn í sögu og samhengi íslensks orðaforða á síðari öldum.

Orðasambandaskráin hefur nú að geyma rösklega 130.000 orðasambönd af ýmsu tagi, sem tengd eru u.þ.b. 50.000 lykilorðum (leitarorðum).