Skrá um orðabækur og orðasöfn sem varða íslensku

Tekin hefur verið saman skrá um velflestar orðabækur og orðasöfn sem gefin hafa verið út og varða íslensku. Að stofni til er þetta skrá sem Guðrún Kvaran tók saman og birti í tímaritinu Orð og tunga 1 (1988) en hún hefur síðan verið uppfærð reglulega. Bókalistinn er að mestu byggður á skrám Halldórs Hermannssonar yfir íslenskar bækur í bókasafni Cornell háskóla í Bandaríkjunum (Catalogue of the Icelandic Collection bequeathed by Willard Fiske. Compiled by Halldór Hermannsson. Ithaca, New York 1914-1943), bókaskrám í Árbókum Landsbókasafns Íslands sem ná yfir árin 1944-1999, útgáfuskrám bókaforlaga og Bókatíðindum.

Meðal sérorðabóka og -orðasafna eru ýmsar íðorðaskrár. Til frekari fróðleiks um það efni má vísa á skrá eftir Baldur Jónsson í Málfregnum 1 (1987, bls. 21-24).