Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Guðrún Nordal er einn ritstjóra heildarútgáfu dróttkvæða, en út eru komin fimm bindi (1., 2., 3., 7. og 8. bindi) og önnur fimm langt komin auk skráa. Aðrir í ritstjórn eru Margaret Clunies Ross, Kari Ellen Gade, Edith Marold, Diana Whaley og Tarrin Wills. Aðstoðarmaður Guðrúnar er Soffía Guðný Guðmundsdóttir sem vinnur auk þess í verkefninu Skáldskaparmálinu í sögum um Ísland. Á árinu var haldinn árlegur ritstjórnarfundur í Kaupmannhöfn. Heimasíða verkefnisins: http://abdn.ac.uk/skaldic.