Stofnun Sigurðar Nordals

Þann 1. september 2006 voru fimm stofnanir sameinaðar undir heitinu Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Stofnun Sigurðar Nordals var ein þeirra. Hér má skyggnast inn í þau 20 ár sem stofnunin bar nafn Sigurðar Nordals.

Í tilefni af aldarafmæli dr. Sigurðar Nordals prófessors, 14 september 1986, var komið á fót við Háskóla Íslands menntastofnun sem bar nafn hans. Hlutverk hennar var að efla hvarvetna í heiminum rannsóknir og kynningu á íslenskri menningu að fornu og nýju og tengsl íslenskra og erlendra fræðimanna á því sviði. Úlfar Bragason var ráðinn forstöðumaður við stofnunina frá 1. janúar 1988. Því starfi gegndi hann þar til sameining stofnananna tók gildi 1. september 2006 þá tók hann við starfi stofustjóra alþjóðasviðs á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Stofnunin var til húsa í Þingholtsstræti 29 í Reykjavík.

Reglur um Stofnun Sigurðar Nordals í gildi frá 2001-2006 (.pdf 25 KB) Sækja skjal