Saga stofnunarinnar

Hinn 2. júní 2006 samþykkti Alþingi Íslendinga lög um Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Samkvæmt þeim voru Íslensk málstöð, Orðabók Háskólans, Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, Stofnun Sigurðar Nordals og Örnefnastofnun sameinaðar frá og með 1. september 2006. Hin nýja stofnun tók við skyldum stofnananna fimm og þeim verkefnum sem þær sinntu. Dr. Vésteinn Ólason var skipaður í embætti forstöðumanns stofnunarinnar þann 12. september 2006.  Vésteinn var áður forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi.

Þann 1. mars 2009 tók dr. Guðrún Nordal við sem forstöðumaður stofnunarinnar.

Lög um Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum má nálgast í heild sinni á heimasíðu Alþingis