Handrita- og textafræði

Á sviði handrita- og textafræði er unnið að margvíslegum rannsóknum á máli, bókmenntum og sögu fyrri alda. Nú um stundir er unnið að ýmiss konar fræðilegum og hagnýtum verkefnum, stærri og smærri, sem snerta varðveislu handritanna, rannsóknir á þeim og útgáfu. Rannsóknir eru stundaðar á textum handritanna, oft í samstarfi við aðra sem sinna verkefnum á sviði handritafræða.