Pantanir

Á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er hægt að panta, gegn gjaldi, myndir úr handritum stofnunarinnar vegna rannsókna og til birtingar. Einnig er hægt að fá afrit af hljóðfræðiefni úr þjóðfræðisafni stofnunarinnar til notkunar í fræðilegum og listrænum tilgangi og til birtingar eftir atvikum.