Íslensk orðtíðnibók

Íslensk orðtíðnibók (kápumynd)

Jörgen Pind (ritstj.), Friðrik Magnússon og Stefán Briem
Íslensk orðtíðnibók
Orðabók Háskólans 1991

Í Íslenskri orðtíðnibók eru birtar niðurstöður viðamikilla rannsókna á íslensku nútímamáli sem beindust að tíðni orða og málfræðiatriða í textum af ýmsu tagi. Í inngangi er gerð rækileg grein fyrir verkinu í heild, bæði rannsóknunum og bókinni sjálfri. Niðurstöðurnar er síðan að finna í fjórtán meginköflum þar sem tíðni orða og málfræðiatriða er birt í skrám og töflum.

Hið íslenska bókmenntafélag annast sölu og dreifingu bókarinnar.