Netbókasafn

Stofnunin á aðild að samskrá íslenskra bókasafna í Gegni. Þar er hægt gegnir.is að leita í öllum söfnum samtímis eða eingöngu í safni stofnunarinnar.

Vefurinn leitir.is  leitar samtímis í Gegni, ýmsu stafrænu íslensku efni leitir.is ásamt erlendum áskriftum að stafrænu vísindaefni í Landsaðgangi. Gagnasöfn á Íslandi sem eru nú aðgengileg í gegnum leitarvefinn eru:

  • Bækur.is sem er stafræn endurgerð gamalla íslenskra bóka.
  • Hirsla sem geymir vísinda- og fræðigreinar starfsmanna Landspítala- háskólasjúkrahúss. 
  • Hvar.is sem er landsaðgangur að erlendum gagnasöfnum og rafrænum tímaritum.
  • Myndavefur Ljósmyndasafns Reykjavíkur sem inniheldur fjölmörg ljósmyndasöfn í eigu safnsins.
  • Skemman sem er safn námsritgerða og rannsóknarita háskólanna og
  • Timarit.is.

Starfsmenn og gestir stofnunarinnar hafa aðgang að rafrænum tímaritum og gagnasöfnum sem eru í áskrift Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og eru opin á háskólasvæðinu og efni sem er í Landsaðgangi.  Hægt er að fletta upp á tímaritsgreinum beint á Leitir.