Nefndir

Stofnunin á ávallt aðild að ýmsum nefndum og þrjár stjórnsýslunefndir hafa aðsetur á stofnuninni sem annast skrifstofuhald fyrir þær.

Íslensk málnefnd veitir stjórnvöldum ráðgjöf um málefni íslenskrar tungu á fræðilegum grundvelli og gerir tillögur til ráðherra um málstefnu, auk þess að álykta árlega um stöðu íslenskrar tungu.

Málnefnd um íslenskt táknmál stuðlar að eflingu íslensks táknmáls, notkun þess í íslensku þjóðlífi, styrkir stöðu þess og virðingu og beitir sér fyrir aðgerðum til varðveislu þess.

Örnefnanefnd fjallar um og úrskurðar um t.d. ný bæjanöfn, breytingar á bæjanöfnum og ef ágreiningur rís um örnefni.

Auk þess má nefna tvær norrænar nefndir:

Nordkurs-nefndin stendur fyrir námskeiðum fyrir norræna stúdenta.

Samstarfsnefnd um kennslu í Norðurlandafræðum erlendis veitir sendikennurum styrki til menningarkynningar og gengst fyrir ráðstefnum um kennslu í Norðurlandamálum erlendis.