Nám í miðaldafræði

Nemendur í miðaldafræði

Miðaldafræði er þverfræðileg grein þar sem teknir eru til rannsóknar valdir þættir úr sögu, menningu, trúarbrögðum, bókmenntum, listum og heimspeki Evrópu á tímabilinu 500 til 1500.

Við Hugvísindasvið Háskóla Íslands eru þrjár meistaranámsbrautir í miðaldafræði:

 • Medieval Icelandic Studies: 90 ECTS eininga alþjóðlegt meistaranám í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þessi námsbraut er ætluð erlendum nemendum. Námskeið eru því byggð upp með hliðsjón af þeirra þörfum og kennd á ensku.
 • Viking and Medieval Norse Studies: 120 ECTS eininga alþjóðlegt meistaranám í samstarfi við Óslóarháskóla, Árósaháskóla, Kaupmannahafnarháskóla og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.  Þessi námsbraut er ætluð erlendum nemendum. Námskeið eru því byggð upp með hliðsjón af þeirra þörfum og kennd á ensku.
 • Miðaldafræði: 120 ECTS eininga meistaranám með nokkrum kjörsviðum:
  • miðaldafræði (þverfaglegt nám)
  • íslenskar miðaldabókmenntir
  • evrópskar miðaldabókmenntir
  • miðaldasaga
  • miðaldafornleifafræði