Íslenskukennsla erlendis

Háskólakennarar í íslensku þinga árlega. Ljósmyndari: Þorsteinn G. Indriðason.

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur forgöngu um kennslu í íslensku og íslenskum fræðum erlendis, hún hefur umsjón með sendikennslu í íslensku og annast þjónustu við háskólakennara í íslensku erlendis. Stofnunin á aðild að norrænni samstarfsnefnd um kennslu í Norðurlandafræðum erlendis.