Handritasvið

Á handritasviði stofnunarinnar er unnið að ýmiss konar fræðilegum og hagnýtum verkefnum sem snerta varðveislu handritanna, rannsóknir á þeim og útgáfu. Handritasafnið er varðveitt við bestu skilyrði og áhersla lögð á eflingu þess, viðhald og skráningu. Forvörslustofa og ljósmyndastofa eru á handritasviði. Rannsóknir eru stundaðar á textum handritanna oft í samstarfi við aðra sem sinna verkefnum á sviði handritafræða.