Handritanotaskrá

Notaskráin er hjálpargagn við heimildaleit og handritaskráningu. Í henni er hægt að fletta upp á greinum og ritum þar sem skrifað er um íslensk handrit en fjölmörg fræðirit og tímarit á fræðasviðinu hafa verið efnistekin með tilliti til þess.

Eldri hluti skrárinnar er á spjöldum enn sem komið er en yngri hluti á stafrænu formi. Stafræna skráin er unnin í gagnagrunnsforritinu Procite og hægt er að fletta upp í henni eftir safnmarki handrits, nafni fræðimanns eða titli rits eða greinar. Þannig er hægt að fá yfirlit um hvort eða hvað skrifað hefur verið um einstök íslensk handrit, sama í hvaða safni handritið er. Einnig er hægt að fá yfirlit um skrif ákveðinna fræðimanna um íslensk handrit.

Stefnt er að því að setja notaskrána á net þegar fram líða stundir en þangað til er hægt að fá upplýsingar úr henni með því að senda fyrirspurn til Guðnýjar Ragnarsdóttur bókasafns- og upplýsingafræðings á Árnastofnun.