Myndapantanir

Handrit júnímánaðar 2012
Hægt er að panta, gegn gjaldi, myndir úr handritum stofnunarinnar vegna rannsókna og til birtingar. Þær eru afgreiddar stafrænt á geisladiskum. Stofnunin selur birtingarrétt á þeim og þess skal ævinlega getið hvaðan myndirnar eru komnar.
Birtingargjald
  • Gjald fyrir birtingu ljósmynda í lit eða svart-hvítra er 6000 kr. pr. mynd.
  • Gjald fyrir yfirfærslu mynda á geisladisk er 600 kr.
  • Á ofangreint verð leggst virðisaukaskattur 24%.
  • Póstburðargjald greiðist af móttakanda.
  • Vegna birtingar handritamynda í fræðibókum eða fræðilegum tímaritum sem koma út í litlum upplögum getur stofnunin veitt afslátt frá taxta.
Stafrænar myndir til notkunar við fræðistörf
  • Fyrsta mynd úr hverju handriti kr. 2000 en síðan 300 kr. fyrir hverja mynd.
  • Á ofangreint verð leggst virðisaukaskattur 24%
  • Verðskrá er endurskoðuð án fyrirvara.