Handrit og menningarsaga

Handrit. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.

Sérfræðingar Árnastofnunar í handritafræðum hafa ekki kennsluskyldu en þeir hafa innt af höndum stundakennslu við Háskóla Íslands í þjóðfræðum, sagnfræði, bókmenntum fyrri alda, málsögu, textafræði, handritalestri og undanfarin ár sinnt kennslu við Alþjóðlegan sumarskóla í handritafræðum enda er jafnan allmikill fjöldi stúdenta sem leggur sig eftir íslenskum fræðum fyrri alda. Sérmenntaður safnkennari starfar á stofnuninni og sinnir kynningu og fræðslu fyrir skólahópa.