Eiríkur Rögnvaldsson er landsfulltrúi CLARIN

Eiríkur Rögnvaldsson er nýr starfsmaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum en hann hefur verið ráðinn sem landsfulltrúi (National Coordinator) evrópska innviðaverkefnisins CLARIN (Common Language Resources and Technology Infrastructure) sem Ísland hefur nú fengið áheyrnaraðild að. Eiríkur starfaði sem kennari við Íslenskudeild Háskóla Íslands í rúm 35 ár en fór á eftirlaun nýlega. Hann hafði lengi unnið að því að Ísland yrði aðili að CLARIN, m.a. með viðræðum við stjórnvöld og þátttöku í norrænu CLARIN-neti.

Fyrsta verkefni Eiríks, auk þess að koma upp vefsíðu verkefnisins, er að mynda samstarfshóp stofnana sem búa yfir gögnum eða hyggjast nýta gögn til frekari þróunar og rannsókna. Þátttakendur í  samstarfshópnum munu skrifa undir viljayfirlýsingu um samstarf á þessu sviði.

Sett inn 23.01.2019
Til baka
Deila þessari frétt: Senda frétt Facebook