Fræðimenn og stúdentar

Bækur. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum býður innlendum og erlendum fræðimönnum og stúdentum, sem vinna að verkefnum á fræðasviði hennar, aðgang að söfnum stofnunarinnar og aðstöðu til rannsókna.

Stofnunin hefur til umráða íbúðir sem erlendir fræðimenn, er koma til Íslands til að sinna rannsóknum, geta fengið afnot af við vægu gjaldi.

Stofnunin annast styrki Snorra Sturlusonar en þeir eru boðnir árlega erlendum rithöfundum, þýðendum og fræðimönnum til að dveljast á Íslandi í því skyni að kynnast sem best íslenskri tungu, menningu og mannlífi. 

Stofnunin annast umsýslu styrkja mennta- og menningarmálaráðuneytis til erlendra stúdenta til íslenskunáms við Háskóla Íslands.