Fræðimannaskrá

Fræðimannaskrá Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum inniheldur upplýsingar um á sjöunda hundrað fræðimenn í íslenskum fræðum um allan heim. Með leit í skránni má fá upplýsingar um nöfn, heimilisföng og áhugasvið fræðimanna og eins má leita að fræðimönnum á tilteknum sviðum eða í einstökum löndum. Skránni er ætlað að nýtast fræðimönnum, stúdentum og áhugamönnum um íslensk fræði.

Með því að slá inn hluta úr nafni eða orði og smella svo á hnappinn "Leita", er hægt að leita að fræðimanni, fræðimönnum frá einstökum löndum, eða fræðimönnum á einstökum sviðum. Athugið að heiti fræðasviða eru ekki fullkomlega samræmd þannig að gott getur verið að nota fleiri en eitt leitarorð. Þannig fæst t.d. nákvæmari leit með því að leita að bæði "legendary Sagas og "romances" en ef aðeins er leitað eftir öðru orðinu.

Upplýsingar eru yfirleitt á ensku ef frá eru talin heiti einstakra verka og bókmenntagreina. Þegar leitað er eftir sviðum er hægt að leita að hluta úr orði, þannig að niðurstöður leitar að "saga" innihalda einnig efnisorð eins og King's sagas.