Forstöðumaður

Guðrún Nordal

Forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er Guðrún Nordal, prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda.

Guðrún Nordal lauk B.A. prófi í íslensku frá heimspekideild Háskóla Íslands 1982, stundaði nám við Ludwig Maximiliens Universität München á árunum 1982-1983, og lauk d. phil frá Oxford University (Christ Church College) árið 1988.

Guðrún var lektor við University College London 1990-1993, rannsóknarstyrkþegi við Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi frá 1993, og loks fræðimaður við sömu stofnun 1997-2001. Hún var dósent í íslenskum bókmenntum fyrri alda við heimspekideild Háskóla Íslands frá 2001, og prófessor við hugvísindadeild frá 2005. Guðrún hefur gegnt fjölmörgum stjórnunar- og trúnaðarstörfum, og er nú formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs, formaður stjórnar Rannsóknasjóðs og stjórnarformaður NordForsk.