Rannsóknir doktorsnema

Að jafnaði nýtur um tugur doktorsnema við Háskóla Íslands handleiðslu fræðimanna við stofnunina (eða tengjast með einum eða öðrum hætti rannsóknum og sérsviðum þeirra) en u.þ.b. tíu borð á lessölum hennar eru sérstaklega ætluð doktorsnemum til afnota. Samkvæmt reglum um aðgang gesta að vinnuaðstöðu hjá stofnuninni geta doktorsnemar fengið aðstöðu til að sinna rannsóknum sínum til allt að þriggja eða fjögurra ára (fer eftir lengd náms) með möguleika á framlengingu um eitt ár.