Bókasafn

Lessalur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.

Á stofnuninni er starfrækt öflugt rannsóknarbókasafn. Safnið á aðild að Gegni.
  • Bókasafnið er opið alla virka daga frá 9-16.
  • Rit eru að jafnaði aðeins lánuð til notkunar á staðnum.
Bókasafnið er ætlað til afnota fyrir sérfræðinga stofnunarinnar og aðra sem stunda rannsóknir á eða hafa áhuga á fræðasviðinu. Stærstur hluti þess er í  Árnagarði v/Suðurgötu en safndeildir eru einnig á Laugavegi 13 þar sem nafnfræði-, málræktar- og orðfræðisvið eru til húsa og í Þingholtsstræti 29 þar sem alþjóðasvið er til húsa.
 
Í safndeild í Árnagarði eru rit um íslensk fræði, evrópsk miðaldafræði og þjóðfræði. Þar er einnig handritamynda- og filmusafn. Á þjóðfræðisviði er varðveittur mikill fjöldi hljóðrita.
Í safndeildum á Laugavegi eru nafnfræðirit og rit um héraðasögu og landlýsingar og kortasafn á nafnfræðisviði. Á málræktar- og orðfræðisviðum er málfræðibókasafn Kjartans G. Ottóssonar og  rit um málfar, íðorðafræði og orðabókargerð.
Í Þingholtsstræti er gott úrval bóka um íslenskukennslu og íslenska menningu.
 
Í safninu öllu eru um 40.000 bækur og því berast u.þ.b. 156 tímaritatitlar og mikill fjöldi sérprenta. Sjóðir Þorsteins M. Jónssonar og Birgit Baldwin standa straum af árlegum vexti safnsins.