Orð og tunga 3

Efni
Í heftinu eru birt erindi, sem flutt voru á málþingi um íslensk-danska orðabók sem jafnan er kennd við aðalritstjóra verksins, Sigfús Blöndal, og nefnd Blöndalsbók eða Orðabók Blöndals.

Orðabók Blöndals var í áratugi helsta uppflettirit sinnar tegundar á Íslandi. Höfundar greinanna nálgast verkið úr ýmsum áttum þannig að lesendur geta kynnst vel þessari merku orðabók, kostum hennar og göllum.

Efnisyfirlit
 • Formáli ritstjóra (Guðrún Kvaran)
 • Málþing um orðabók Sigfúsar Blöndals. Dagskrá
 • Stefán Karlsson: Þættir úr sögu Blöndalsbókar
 • Guðrún Kvaran: Rætur og heimildir
 • Baldur Jónsson: Stærð orðaforðans í orðabók Blöndals
 • Gunnlaugur Ingólfsson: Mállýskuorð
 • Veturliði Óskarsson: Tæk orð og miður tæk í Blöndalsorðabók
 • Jón Hilmar Jónsson: Til bragðbætis: Um dæmi og dæmanotkun í orðabók Blöndals
 • Ásta Svavarsdóttir: Innri skipan orðsgreina
 • Kristín Bjarnadóttir: Allravagna og aðgöngumiðaokrari: Um samsett orð í orðabók Blöndals
 • Kristján Árnason: Hljóðfræðiathuganir Jóns Ófeigssonar
 • Hrefna Arnalds: Danskan í orðabók Sigfúsar Blöndals
 • Svavar Sigmundsson: Orðabók Blöndals: Viðtökur og áhrif
 • Heimildir