Stefanie Bade:

Hvernig meta Íslendingar fólk sem talar með hreim? Greining á duldum viðhorfum með sérstöku tilliti til kyns og aldurs

Útdráttur

Fólk hefur gjarnan mismunandi viðhorf til tungumáls og tilbrigða í máli. Viðhorfin fara þá oft eftir bakgrunni og umhverfi einstaklings. Í þessari rannsókn er kannað hvernig bakgrunnsþættir hafa áhrif á mat á erlendu tali. Upptökur með átta konum sem tala með mismunandi hreim voru spilaðar fyrir 538 Íslendinga sem voru svo beðnir um að meta upptökurnar eftir átta atriðum tengdum áliti og virðingu. Upplesarar eru fulltrúar helstu innflytjendahópa og eru þeir frá Bandaríkjunum, Danmörku, Filippseyjum, Litáen, Póllandi, Taílandi og Þýskalandi ásamt einum talanda með íslensku að móðurmáli. Uppruna talenda var leynt fyrir hlustendunum og notast var við hulinspróf (e. verbal guise technique). Tölfræðileg greining niðurstaðna leiddi í ljós að konur og fólk eldra en 60 ára er að jafnaði jákvæðara í mati sínu en karlar og fólk yngra en 60 ára. Mikill breytileiki var í niðurstöðum eftir öðrum bakgrunnsþáttum, svo sem búsetu, menntun og starfsstétt, sem sýnir að félagslegir þættir hafa áhrif á viðhorf fólks til hreims. Heildarniðurstöður leiða í ljós að hreimur sem flokka mætti sem „vestrænan“ er að jafnaði tekinn fram yfir hreim sem einkennir Austur-Evrópu- og Asíubúa. Hugmyndafræðileg flokkun af því tagi getur haft áhrif á það rótgróna málloftsslag sem hefur verið ríkjandi á Íslandi og breytt því í stigskipt kerfi sem byggist á skynjun innfædds og erlends tals.

 

Abstract

Attitudes to languages and language varieties are often diverse, generally being influenced by individuals’ backgrounds and environment. This study investigates which background variables influence evaluations of foreign-accented speech in Icelandic. 538 Icelanders evaluated eight audio cues according to eight personality traits connected with prestige and solidarity. The speakers (all female) represented the largest immigration groups in Iceland. They were from the following countries: USA, Denmark, the Philippines, Lithuania, Poland, Thailand, and Germany. Additionally, one native speaker of Icelandic was recorded. The verbal guise technique was employed, thus concealing speakers’ backgrounds. Statistical analysis revealed that women and those over 60 are generally more positive in their evaluation as compared to men or those under 60 years. Other background variables, such as residency, education or profession, showed much variance between individual accents and personality traits. The findings indicate that people’s background influences attitudes towards accents. Overall, results imply that those accents which can be categorized as Western are preferred to those that belong to Eastern Europeans or Asians. An ideological categorization of that kind has the power to potentially influence the deep-rooted linguistic climate in Iceland and to make way for a hierarchical system built on perceived nativeness and non-nativeness.