Matteo Tarsi:

Að halda uppi lögum og reglu. Saga og orðmyndun orðsins lögregla

Útdráttur

Í greininni er fengist við sögu og orðmyndun orðsins lögregla. Orðið myndar að öðrum þræði sérstakt dæmi um afleiðslu. Lögregla er dvandva-samsetning og stendur orðatiltæki á borð við að halda uppi lögum og reglu mögulega bak við orðmyndunarferli orðsins. Því er haldið fram að orðið hafi litið dagsins ljós á tímabili íslenskrar hreintungustefnu á öndverðri 19. öld. Stungið er upp á að Konráð Gíslason hafi staðið fyrir smíði þessa orðs en á þeim tíma var hann meðlimur Hins íslenzka bókmenntafélags og ritstjóri Fjölnis

Heimildum samkvæmt getur orðið ekki hafa verið smíðað sjálfstætt enda kemur það fyrst fyrir í samsetta orðinu lögreglumaður og er kjarnmerking þess ‘maður sem heldur uppi lögum og reglu’. Kastað er fram þeirri tillögu að orðið lögregla hafi verið smíðað til þess að útrýma danska tökuorðinu pólití. Þetta ferli hefur fyrst átt sér stað í samsettum orðum á borð við pólitímaður og pólitíþjónn en náði svo til danska tökuorðsins sem sjálfstæðs orðs. Pólití getur bæði þýtt ‘lögreglumaður’ og ‘lögreglustofnun’. Því er enn fremur haldið fram að lögregla sem sjálfstætt orð hafi fyrst orðið til sem stytting á orðinu lögreglumaður og hafi síðar, sem sýnekdóka, fengið almennu merkinguna ‘lögreglustofnun’.

Abstract

This article deals with the history and word formation of the Icelandic word for ‘police’, i.e. lögregla. The word constitutes an interesting case of word formation in that said lexeme is a dvandva compound whose creation is related to the expression að halda uppi lögum og reglu ‘to maintain law and order’. Moreover, it is argued that the word has arisen in the wake of the Icelandic purist movement in the first half of the 19th century, and that its creator is Konráð Gíslason, who was at the time a member of the Icelandic Literary Society (Hið íslenzka bókmenntafélag) and editor of the journal Fjölnir.

According to the sources, the word, lögregla, cannot have been formed as an independent lexical item. In fact, the word appears first in a compound with maður ‘man’, meaning ‘policeman’ or, more precisely, ‘a man who is in charge of maintaining law and order’. It is argued that lögregla has in fact been created in order to gradually substitute the Danish loanword pólití, first in compounds such as pólitímaður and pólitíþjónn ‘policeman’, and then as a single lexeme. The Danish loanword pólití had a twofold meaning: ‘policeman’ and ‘police’. Moreover, it is argued that lögregla, as an unbound lexeme, was initially a shortened form for lögreglumaður, and later assumed the general meaning ‘police force’ by means of synecdoche (pars pro toto).