Margrét Jónsdóttir:

„Glasið brotnaðist, amma.“ Viðskeyti eða ekki: Um sagnir sem enda á -na+st

 

Útdráttur

Í íslensku er hópur sagna með viðskeytinu -na. Þetta er sagnir eins og t.d. batna, hitna og stirðna sem samtímalega séð eru allar í tengslum við lýsingarorð. Það hefur verið viðtekin skoðun að ekki sé hægt að skeyta viðskeytinu -st við -na (sofnast þó undantekning) enda sé na-viðskeytið virkt. Hér eru leidd að því rök að þetta sé ekki rétt enda sé -na ekki lengur (virkt) viðskeyti. Það má sjá í fjölda sagna sem enda á -nast, eins og t.d. batnast, hitnast og stirðnast. Sagnir sem þessar má finna í rituðum heimildum af ýmsum toga, gömlum sem nýjum. Í samanburðarskyni er einnig rætt um tvo aðra sagnahópa. Annars vegar eru sagnir sem enda á -k(k)a/-ga- en bæta við sig -st, t.d. fjölgast og stækkast sem báðar eru antikásatívar. Slíkar sagnir eru fjölmargar. Hins vegar eru sagnir eins og t.d. batast, hitast og meyrast. Þær hafa sömu rót og samsvarandi na-sagnir og eru sama eðlis og þær. Þessar sagnir eru þó ekki margar. 

 

Abstract

Icelandic has a number of anticausative/inchoative verbs suffixed with -na, i.e., verbs like batna, hitna, stirðna ‘become better/warm(er)/stiff (er)’. They are, from a synchronic point of view, all related to adjectives. It has been generally assumed that the na-formation and -st formation do not combine, in other words, that na-verbs can’t be suffixed with -st (sofnast being an exception). This is mainly based on the assumption that -na is a productive suffix forming an agentless verb. The paper concludes that this is not the case. The assumption is that -na is not a suffix any longer. Many examples of st-cliticized na-verbs are found in Icelandic, e.g. batnast, hitnast, stirðnast. They are found in written Icelandic sources, both in the oldest as well as in very young sources of a different kind. For comparison, the behaviour of two verbal groups are discussed in the paper. On the one hand, there are -k(k)a/-ga-verbs suffixed with -st, having an anticausative/ergative meaning, i.e. fjölgast ‘increase’, stækkast ‘become big(ger)’. Numerous verbs belong to this group. On the other hand, there is a very small group of verbs, i.e. batast ‘become better’, hitast ‘become warm(er)’, meyrast ‘become tender’; these verbs, that have the same root as the na-verbs, are used in an anticausative/ergative meaning and have a causative counterpart as well.