Kendra Willson:

Splitting the atom. Lexical creativity and the image of the Icelandic atom poets

 

Útdráttur

Greinin fjallar um samsetningar með forliðnum atóm- og byggist aðallega á gögnum úr Ritmálssafni Orðabókar Háskólans. Fjöldi samsetninga með þessum forlið varð til eftir seinni heimsstyrjöldina, einkum í tengslum við skáldsöguna Atómstöðina (1948) eftir Halldór Laxness og atómskáldin svokölluðu. Í þessum samsetningum kemur fram margvísleg merkingarvísun. Orðstofninn vísar til fagurfræði atómskáldanna, nútímaljóða og módernisma almennt og til andrúmsloftsins í upphafi kalda stríðsins þegar módernisminn varð til. Nýyrðið og samheitið frumeind virðist ekki geta fengið sams konar afleidda merkingu í samsetningum heldur fær aftur bókstaflegu merkinguna ‘grunneining’ í öðru samhengi en þegar talað er um eðlis- eða efnafræði.

 

Abstract

This study concerns innovative compounds containing the first component atóm- ‘atom’, based mainly on examples from the Written Language Archive of the Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies. Numerous compounds containing this loan word appeared in the years following the Second World War, especially connected to Halldór Laxness’ novel, The Atom Station (1948), and the modernist atom poets. Compounds containing this element have a broad range of literal referents. They became metonymic both for the modernist aesthetics and artistic forms of the atom poets and for the historical and cultural developments around the start of the Cold War when the movement emerged. The neologism frumeind, ‘atom,’ is not used in such transferred meanings in compounds, but tends to revert to its literal meaning, ‘basic unit,’ outside the context of physics and chemistry.