Orð og tunga 2

Efni
Í heftinu eru birt erindi sem flutt voru á ráðstefnunni Þýðingar á tölvuöld í janúar 1990. Tilefni ráðstefnunnar var að fimm ár voru liðin síðan Orðabók Háskólans og IBM á Íslandi hófu samstarf um þýðingar á notendaforritum, hugbúnaði og handbókum tölvunotenda á íslensku.

Greinarnar fjalla um þýðingar frá ýmsum sjónarmiðum, jafnt um íslenska þýðingahefð sem um tæknilegar nýjungar í þýðingum þar sem tölvunotkun kemur mjög við sögu. Í heftinu eru greinar um bókmenntaþýðingar, biblíuþýðingar, orðabókaþýðingar, íðorðaþýðingar, þýðingar forrita, vélrænar þýðingar, leiðbeiningar um þýðingar og þýðingastarf IBM í alþjóðlegu samhengi.

Efnisyfirlit
 • Formáli ritstjóra (Jón Hilmar Jónsson)
 • Þýðingar á tölvuöld. Dagskrá
 • Þátttakendur á ráðstefnunni Þýðingar á tölvuöld
 • Gunnar M. Hansson: Setningarávarp
 • Jörgen Pind: Ávarp við ráðstefnulok
 • Kristján Árnason: Hin þrefalda eftirlíking. Um þýðingarlistina
 • Guðrún Kvaran: Almúganum til sæmdar og sáluhjálpar. Um íslenskar biblíuþýðingar
 • Jón Hilmar Jónsson: Að snúa orðum á íslensku. Um orðabókaþýðingar
 • Sigrún Helgadóttir: Um Tölvuorðasafn
 • Njörður P. Njarðvík: Að orða annars hugsun á öðru máli. Um vanda bókmenntaþýðenda
 • Stefán Briem: Vélrænar tungumálaþýðingar
 • Helga Jónsdóttir: Íslenskun forrita
 • Höskuldur Þráinsson og Heimir Pálsson: Er hægt að leiðbeina um þýðingar?
 • Örn Kaldalóns: Þýðingastarfsemi IBM