Hlutur kvenna í vísnagerð í Nýja Íslandi


Sögn Magnúsar Elíassonar
Winnipeg, EF 72/2

HLUTUR KVENNA Í VÍSNAGERÐ Í NÝJA ÍSLANDI - KOSNINGABRAGUR FRÁ 1922

[H.Ö.E.:] Já, var kvenfólkið nokkuð að yrkja?

Ú, ekki það að ég, - ég býst við að það vóru, það vóru hagyrtar konur en ekki þekkti ég nú eiginlega, vissi ég nú mikið um það. Það vóru náttúrlega íslensk kvenskáld. Ja, ég bara er því ekki kunnugur.

[H.Ö.E.:] Nei, ég var nú að hugsa um hvort það - ég nátturlega kannast nú við Jakobínu Johnson og allt það - og, og, en, en ég var að hugsa um hvort það hefði verið þarna í sveitinni svona?

Tækifærisvísur?

[H.Ö.E.:] Já, sem kvenfólk hefði ort?

Nei, það, - ja, það var nú oft. Það var maður í Árnesbyggðinni sem að hét Hjörtur Goodman sem að var nú víst eitthvað dáltið hagorður en margir sögðu að það mundi hafa verið móðir hans sem að, sem að hjálpaði eða hafði eitthvað við það að gera. Ég man nú eiginlega ekkert eftir þeim kveðskap, nema ég man eftir einu sinni - eftir, ja, það hefur verið eftir fylkiskosningarnar nítján hundruð tuttugu og tvö. Það var maður kosinn í Gimlikjördæmi sem hét Rojaskí og eftir kosningarnar þá kom Hjörtur heitinn með svolítinn kosningabrag og sumir voru nú að segja að Guðrún heitin móðir hans hefði nú kannski eitthvað átt við það. Bragurinn var sv-, þetta voru nú bara eitthvað þrjár, þrjú vers. Það var svona:

 
Æ, góði Rojaskí, vér gáfum þér kross,
þú gefur oss peninga í staðinn.
Þótt vér séum landar þú líður með oss
í lífi þá bættur er skaðinn.
 
Við unnum af krafti þú kæmist á þing,
með klókindum landana veiddum.
Við keyrðum á-, um nætur á körum í kring
og kosningaveginn þér greiddum.
 
Þú metur af hjart-...
Við metum af hjarta þín margbreyttu störf
og munum þér fylgja til valda.
Og jafnvel til fjandans ef þess gerist þörf
ef þurfirðu á krossum að halda.

En ég man bara ekki eftir að það væri konur í Nýja Íslandi sem að, - það heyrðist ósköp lítið um það. Nei, ég bara man ekki eftir því. Það vóru náttúrlega, það vóru fjarskalega greindar konur margar í Nýja Íslandi en ekki man ég eftir eiginlega neinum skáldskap eftir þær. Nei.