Björn Hjörleifsson dreymir vinningsnúmer


Sögn Eðvarðs Gíslasonar
Vancouver, EF 72/45

BJÖRN HJÖRLEIFSSON DREYMIR VINNINGSNÚMER

Já, þetta sem ég ætla að segja þér, er af Birni Hjörleifssyni. En svoleiðis var að þeir höfðu hlötaveltu; voru að selja tikket . Einhvur, hérna, hefði gefið, Fordbíl og það átti að raffla honum, fyrir eitthvað líknarfélag þar í Riverton. Og hann kemur þarna inn í búð sem að þessi, eh, tikket voru seld. Og þeir spurja Björn að því hvort hann vilji nú ekki kaupa tikket á þennan Fordbíl sem þeir séu nú að raffla. "Nei," segir Björn, "andskotinn hafi það. Ég á ekkert við það." Jæja, nokkru seinna þá dreymir Björn, þá dreymir hann draum sem hann taldi mjög merkilegan. Honum þótti hann vera að ganga þar á strætinu, gangstéttinni í Riverton. Þá sér hann þar konu og hún er að reyna að koma bíl í gang þar. Og það var Fordbíll. Og hún var stór og feit. Og hún er að snúa og, og snúa bílnum og reyna að koma honum af stað, í gang. Og, og allt í einu kemur voða mikill, eh, vindur og þveitir pilsonum upp og hann sér á henni beran rassinn. Og á annarri rasskinninni var númer eitt og hitt átta. Svo hann segir að þetta var númer átján.
Jæja, svo skömmu seinna, - hann mundi drauminn, sérðu. Svo hann áleit þetta, þetta væri nú bíllinn sem að þeir væru að raffla. Svo kemur hann þarna inn í þessa sömu búð nokkru seinna og þeir bjóða honum aftur tikket. Og hann segir: "Já, ef að ég má velja númerið þá skal ég nú kaupa af ökkur tikket," segir Björn.
"Ójá, hvaða númer?"
"Átján, númer átján," segir hann [hlær]. Svo hann kaupir tikket númer átján.
Jæja, nokkru seinna þá var nú bílnum rafflað en þá var þetta ekki rétta númerið. Það var hundrað og átta.
Og þá segir Björn: "Og helvítis klaufinn, gleymdi að lesa úr núllinu!" [Hlær] Þú skelur?

[H.Ö.E.:] Jájá.

Er þetta gott?

[H.Ö.E.:] Jájá.

Jæja, olræt .