Búa til uppstoppaða brúðu


Sögn Eðvarðs Gíslasonar
Vancouver, EF 72/45

BÚA TIL UPPSTOPPAÐA BRÚÐU

Jæja, Brynki var nú óttalega hrekkjóttur. Svo að þeir fóru þar út seinna og þá voru margir, nefnilega, fiskiver þarna, - kempar sem kallaðir eru - og götur á milli í skóginum. Svo þeir fara, - Brynki og einhvur með honum - og þeir búa þarna til mann, sérðu, þeir taka föt og þeir stoppa það upp með heyi og svo tóku þeir línlak hvítt og vöfðu utan um þetta svo þetta var eins og, sérðu, líkneski, sérðu. Jæja, svog eru þeir búnir að útbúa þetta allt saman þarna. Þá segja þeir: "Gaman væri nú að heimsækja nágrannana."
Þetta voru tunglsljós og bjart, hvað, hérna, næturkvöld. Jæja, og þeir létu, - þeir voru nú margir, ég veit ekki hvað margir þeir voru, en þeir létu Guðmund ganga á undan.
Svo allt í einu þegar að hann sér þetta, hvíta vofu þarna, þá snarstansar Guðmundur. Og þá var Brynki, hann var næstur honum og segir: "Hvað, ætlarðu ekki að halda áfram maður?"
"Nei, sjáið þið ekki þetta, þessa hvítu vofu þarna?" segir, segir, segir, segir Guðmundur Austfjörð. Og þeir horfa og þeir sáu ekkert - en Guðmundur var skyggn.
Jæja, svo þeir vilja ekki trúa þessu en Guðmundur segir þeim að þeir megi vera alveg vissir um það að "þarna er draugur, þarna er vofa. Þetta er hvít vofa þarna." Og hann segir: "Ég fer ekki feti lengra." Og hann fer að þylja bænir og krossa sig. Og hann gengur ósköp hægt þarna, með bænalestri og fyrirbænum, þangað til að hann kemur upp að þessari vofu, tekur ötan um hana og segir: "Í Jesú nafni gríp ég þig!" [Hlær]
Og þetta er alveg satt, já.

[H.Ö.E.:] Þetta er alveg satt, já.

Já.

[H.Ö.E.:] Já.