Um hraðkvæði Balda Halldórssonar


Sögn Gunnars Sæmundssonar
Árborg, EF 72/19

UM HRAÐKVÆÐI BALDA HALLDÓRSSONAR

[H.Ö.E.:] Þú ætlaðir að segja mér eitthvað þarna af Baldvin Halldórssyni.

Já, það var-, þetta var fjöldi, þessi systkini, afkomendur Halldórs, Halldórs Jónssonar frá Miðvatni og Ingibjargar Jónatansdóttur. Og hún var, hún var, sjáðu, sonardóttir Jóns á Bægisá, Jóns hérna Þórðarsonar.
Baldi var, hann var í töluverðum hávegum hér hjá þessum yngri hagyrðingum; var stundum að, - var í selskap með þeim mikið og var oft að segja þeim til svona með, með ljóðform eða vísnaform. Og ég veit að Böðvar Jakobsson sem var nú fjarska vel ljóðhagur, hann, hann sagði að hann hefði lagt, hann hefði lagt áherslu á við þá að, að vera fljótir að setja saman bara orð sem rímuðu, þó það, þó það, þó það væri kannski ekki mikið, mikil hugsun, jafnvel þó að það væri ekki heil hugsun í því; að vera, að vera fljótir að koma því, koma því í rím. Og það var hans, það var hans leikni að, að gera það sjálfur. Og mörg dæmi um það hvað hann var, hvað hann var fljótur að setja saman vísu, og það kannski dýrt kveðna vísu.
Einu sinni kom hann norðan af Winnipegvatni; var í fiskiflutningi. Það var nú, það var nú hálf, það var nú hálf, hérna, kaldranalegt oft í vetrarferðum, við illan aðbúnað og, og, og að öllu leyti vanbúið fyrir, fyrir veðráttu og þessi ferðalög. Hann kom til Gimli, - þar var, þar var hérna endastöð járnbrautarinnnar - með fiskiflutning. Og þegar hann var nú búinn að ganga frá og svona, þá fór hann upp, upp á hótel og ætlaði nú að gleðja sig og þar sat maður inni og var að drekka og sér Brynjólf, sér hérna Baldvin koma inn úr dyronum og kallar til hans að hann skuli nú drekka frítt hér ef hann yrki vísu meðan hann gangi inn að, inn að barinu til sín. Og Baldi hikar ekki við, gengur eins og fáein spor og segir:

 
Þér að svara svona í bráð
sæmd mér sparar góða,
norðurfarir feyskja dáð
fegurðar og ljóða.

Önnur, önnur saga um það hvað hann hafi verið, hvað hann var, var fljótur að, að yrkja og, og yrkja dýrt var þegar að, það er heima hjá, á Halldórsstöðum hjá foreldrum hans. Þá var, þá var karl faðir hans illa haldinn af, af ellimeini, þvagteppu, og, og gekk illa að losa sig við, við, hérna, úrganginn og, og leysti vind og, og, þá segir Ingibjörg:

 
Hvellir smella karli hjá,

og Baldi segir:

 
kerling brellin lallar frá,
hrelling elli hallar grá,
hella úr belli varla má [hlær].

Heila, heila bragi orti hann kannski barasta á morgunstundu og hripaði niður og lét einhvurn heyra og, og, og venjulega eyðilagði það svo, því að hann kærði sig ekkert um að láta, - að það væri mikið hirt eftir hann. En þó er nú til ljóðabréf eftir hann, nokkur. Eða voru til, og, og fáeinir, svoltið á prenti; svoltið sem kom á prent og, og vísur í minni eldra fólks. Sumar hafa verið skrifaðar upp og hirtar og fleiri eru að gleymast, gleymdar og eru gleymdar.