Rauðpilsa fylgir manni á Íslandi


  Sögn Valdheiðar Sigurðsson
Árnesi, EF 72/15

RAUÐPILSA FYLGIR MANNI Á ÍSLANDI

Það var nú, skal ég þér segja, átti að hafa verið Rauðpilsa. Og svoleiðis var að, að faðir minn, hann var bróðirsonur frú, hérna, Ingibjargar á, - nei, hvað hét hún? á, - hún var, skal ég segja þér, á Undirfelli, Björg. Það var seinni kona séra Hjörleifs Hjörleifssonar á, á Undirfelli. Og pabbi minn, hann var alinn upp mikið hjá þeim eftir að, að móðir hans dó, og þrjú börnin sem að afi minn átti þá. Og það var Sigþrúður Einarsdóttir, og, Jónasdóttir réttara sagt, og Hannes bróðir hans. Og Hann-, Hannes kom hingað til Kanada og eins gerði Sigþrúður. En svoleiðis var að, að einu sinni var verið víst að, að bæta eitthvað við heimilið á, á, ég held á Undirfelli, og það var maður sem ég man nú bara ekki hvað heitir, - nema hann var þar smiður. Og af því að það var dálítið eins og þröngt um, um að fá, hafa pláss fyrir þessa, þetta fólk þá var hann látinn sofa hjá pabba mínum.
Og þeir, þeir háttuðu. Fyrstu tvö kvöldin, þá var allt í, í ágætu lagi og kom ekkert fyrir. En á þriðju nóttinni þá vaknar hann við það að þessi maður, - hann svaf fyrir ofan hann. Hann hafði beðið hann að lofa sér að sofa fyrir ofan sig vegna þess að, að hann sagði að sér líkaði heldur að sofa nær veggnum. Svo að, að pabbi sagði að sér væri nú alveg sama um það, hvar hann væri. Jæja, það fór svo, þá svoleiðis að, að um nóttina þá vaknar hann við það að þessi maður er alltaf í einhvurju, hérna, - það var eins og hann væri að berjast við eitthvað. Svo að, að næsta morgun segir pabbi við hann: "Hvað, hvurnig stendur á þessu?" segir hann. "Leið þér eitthvað illa í nótt? Gastu ekki sofið?"
"Jújú," hann segir, "ég gat sofið," og vildi ekki segja neitt.
Jæja þetta ko-, var í ein þrjú kvöld. Svo þá segir pabbi: "Hvurnig stendur á þessu," segir hann, "að ég get aldrei, - að þú ert alltaf í einhvurjum bardaga á hvurri einustu nóttu? Hvurnig stendur á því að þú getur ekki hvílst?"
Svo að hann segir, ja, hann segir: "Ég skal segja þér það," segir hann, "að það er, það er stúlka sem fylgir mér," segir hann. Og hann segir: "Hún kemur í hvurt skipti og þú ert sofnaður og þa-, hún er alltaf að reyna að ná í mig og teygja sig yfir mig, og, yfir, yfir þig," segir hann, "til að ná í mig."
Svo að, að pabbi segir: "Ja greyið," segir hann. "Næst þegar að þetta kemur nú fyrir þá skaltu setja alnbogann í mig og, og lofa mér að vakna svo að ég fái nú að sjá hana."
Svo að, að þetta kom þá fyrir næstu nótt, svo að, að hann, - kom fyrir og pabbi sagði að, að, sagðist hafa séð þessa ófreskju, hver sem hún var, sem að var að beygja sig yfir, - reyna að ná í þennan mann. Svo að þetta er nú eina draugasagan sem ég kann nú heiman frá Íslandi [hlær].

[Stefán Ágúst Sigurðsson, maður Valdheiðar:] En svo, svo kom þessi, [hlær] svo kom þessi maður til, til Ameríku og Einar mætti honum aftur í Winnipeg og þá fór hann að spurja hann eftir hvurt að þessi, hvað kallaðirðu? Rauð...

Rauðpilsa.

[S.Á.S.:] Rauðpilsa væri enn með honum. Hann segir: "Nei, hún tapaði af skipinu þegar ég fór að heiman. Hún stóð á bryggjunni og missti skipið ." Svo hann losnaði við hana þegar hann kom til Ameríku [hlær].

[H.Ö.E.:] Það hefur ekki verið neitt, - það hefur enginn maður verið sem að hefur varnað því að hún kæmist um borð?

[S.Á.S.:] Nei, hún, hann hélt bara að hún hefði ekki, - komst ekki á skipið í tíma , var rétt komið frá bryggjunni, - þegar að hann sá hana koma á bryggjuna. Og já, Einar, hann spurði hann hvað hefði