Magnús á Stoð yrkir um Njálu


Sögn Gunnars Sæmundssonar
Geysirbyggð, EF 72/30

MAGNÚS Á STOÐ YRKIR UM NJÁLU

Hann skrifaði mikið um Njálu, skrifaði margar Njáluritgerðir og einu sinni hitti hann Eyjólf, séra Eyjólf Melan og sagði að hann væri búinn að yrkja vísu um Njálu og hún væri svona:

 
"Varir lengi í lofi glæst
lygi er sést á prenti,
þar hefur gengið Njála næst

Og hvurnig mundir þú nú botna þetta?" segir Magnús við Eyjólf.

"Nýja Testamenti,"

sagði séra Eyjólfur.
"Já, það er rétt. Svoleiðis á hún að vera," sagði... [hlátur].
Önnur, eða vísur sem hann gerði útaf efni í Njálu:

 
Hrappur sjaldan heima var
hafði í mörgu að snúast,
kristnifar og kven-, kristniboð og kvennafar
kynntur best og trúast.
 
Væri hann uppi enn í dag,
eitt það mætti skrifa,
að fyrir kirkju og kvenfélag
kosið hefði að lifa.