Draumur móður um Íslandsferð sonar

Sögn Guðrúnar Þórðarson
Gimli, EF 72/13-72/14

DRAUMUR MÓÐUR UM ÍSLANDSFERÐ SONAR

Já, þetta var nú skrýtið. Já, þið hafið nú kannski heyrt um þennan mann. Það var, það var á meðan að á seinna, seinna stríðinu stóð. Það var maður sem, sem hét Óskar Sólmundsson. Hann lærði að verða, verða flugmaður. Og áður en hann var útlærður þá sagði hann að sig vantaði að komast, fara til Íslands. Og konan hans var svo mikið á móti því af því að henni fannst þetta vera svo langt í burtu og ef hann hefði verið einhvurs staðar hér nær þá væri, þá væri, gætu þau sést.
En mömmu hans hafði dreymt, þegar hann var átta ára, að hann fór til Íslands og kom aldrei aftur. Er þetta nú ekki skrýtið? Og hún sagði við dótt-, við dóttir sína, sem var eldri en hann: "Mundu eftir því að ef hann ætlar nokkurn tímann að fara til Íslands, að láta hann ekki fara, því hann kemur ekki aftur ef hann fer."
Jæja, svo þa-, svo hann var bara búinn að vera tvær vikur á Íslandi og hann var að fljúga, - og ég man nú ekki hvurt hann ætlaði. En tveimur nóttum seinna þá vakna ég við það að ég sé hann standa fyrir framan rúmið, - og konunni hans varð svo voðalega mikið um þetta. Hún var taugaveikluð og var svo mikið á móti því að hann færi þarna til Íslands. Og hann segir: "Það gerir ekkert til með mig en ég hef svo miklar áhyggjur út af Helen," - það var konan hans. Og það var allt. Og þá vissi ég að hann var, að hann var dáinn. Og það sem við heyrðum, að líkið hans og annars manns hefði re-, hefði rekið, hefði verið í neti.
Manstu nokkuð eftir þessu? Nei.