Trausti Vigfússon lagar Indjánaleiði


Sögn Hólmfríðar Daníelsson
Árborg, EF 72/1

TRAUSTI VIGFÚSSON LAGAR INDJÁNALEIÐI

Það var indjáni þarna, Ramsay, sem var svo ákaflega góður við Íslendingana - hann Guttormur gæti nú sagt þér þessar sögur - en hann, konan hans dó í bólunni og mörg af börnunum. Og, - þú hefur kannski lesið þetta í Lögbergi, það var ekki mjög langt síðan, að, að sagan um manninn sem að átti að hirða leiðið. Og hann var jarð-, hún var jörðuð þarna á Sandy Bar, og hann hafði girðingu, svolitla girðingu utan um leiðið.
En það, en seinna, á, eftir mörg, mörg ár var girðingin alveg hreint komin í rústir og það var maður í Geysirbyggðinni sem var kallaður - hvað hét hann nú, Hjálmur? faðir hennar, hérna so-, sem giftist dóttur hans, prestsins? Þetta var fyrir mína tíð, ég ætla að -. Það var dóttir séra Odds
Gíslasonar sem giftist þessum, þessum manni í Geysirbyggðinni. Ég man ekki akkúrat nafnið rétt núna. En hann dreymdi að þessi Ramsay kom til hans og bað hann að fara og gera við girðinguna við leiðið. En hann komst aldrei þangað þennan vetur og svo eins og hálfpartinn gleymdi hann því. Svo aft-, svo dreymdi hann aftur að hann átti að fara að gera við þessa girðingu. En hann var alveg hreint - þau voru ákaflega fátæk og þau, þau voru eiginlega uppiskroppa með það sem þau þurftu að borða svo að hann treysti sér varla til að fara. En hann fór samt og hann fór og gerði við girðinguna við leiðið og fór svo í gegnum Riverton - það var nefnilega Riverton, Fljótsbyggðin, nafnið á bænum var Riverton - og þá kom maður til hans og gaf honum stóran búnka af fiski svo að hann, honum fannst hann hefði fengið borgað fyrir ferðina [hlær].