Indjánadraugur kemur inn í kofa um nótt


Sögn Vilbergs Eyjólfssonar
Árborg, EF 72/23

INDJÁNADRAUGUR KEMUR INN Í KOFA UM NÓTT

[H.Ö.E.:] Sögðu þeir aldrei draugasögur?

Ó, jú, jú. Draugasögur, maður lifandi! Well , ég get nú náttúrlega sagt þér draugasögu sem að kom fyrir mig á meðal þeirra. Og hún er alveg sönn.
Það var eitt skipti að vorlagi að ég var sendur, - það var í kringum sextíu mílur sem að ég varð að fara frá þar sem að við vorum að, að vinna við landmælingu. Og ég, ég var á uxatími , eða mér var gefið uxatím til að fara oneftir, að ánni til þess að, að fá, fá hérna dót sem að við skildum þar eftir.
En hérumbil á miðri leið ofan að ánni þá var gamall kofi. Ég hafði nú farið þar um áður og, og var búinn að sjá kofann og var búinn að heyra að það hefði verið reimt í kofanum. Svo að mér, mér var hálfpartinn ekki um að, að vera þar um nóttina. En það var orðið fjári seint og það, það leit út fyrir þrumuveður. Það var farið að koma eldingar. Svo ég hugsaði með mér að þetta væri nú bara vitleysa sem að mér hefði verið sagt og ég tók uxana frá vagninum þarna við kofann og batt þá við hjólin. Og fór svo inn í kofann.
Það var engin hurð en ég setti stórt blanketti yfir, yfir opninguna svo að það var nú allt saman gott. Nema að eftir að ég er búinn að hita mér te og borða þá fer ég inn með, með hérna pokann minn, sem ég svaf í, og set hann í norðvestur hornið á kofanum. Þar var eins og, eins og það væri pláss útbúið fyrir rúm. Svo að ég set pokann þar og, og fer að sofa, og se-, sofna strax.
Nema svo skellur á þetta voða þrumuveður; eldingarnar voru svo þéttar að það sást varla á mi-, á milli þeirra. Og ég vakna eitthvað um klukkan tvö. Ég hafði marghleypu undir, undir koddanum, sem að, sem að yfirmaðurinn minn gaf mér áður en að ég fór. Og, nema að þegar að ein elding, voða elding, kemur þá sé ég, - ég horfi fram til dyranna og ég sé að stóreflis indjáni, með hár ofanfyrir herðar, kemur inn um dyrnar. Og ég hugsa með mér: "Já, þeir hafa ekki verið að skrökva í mig þessir náungar sem að sögðu mér það væri reimt hérna." Nema að ég settist upp og náði í marghleypuna, varð hálfhræddur en svona, ekki svo mjög. Og næsta elding sem kemur þá er hann kominn, dálítið inn fyrir þröskuldinn, sé ég. Svo að mér leist nú ekki á, hugsaði með mér að það væri best fyrir mig að komast út. En hleypti af marghleypunni og þá kom hún náttúrlega, hérna, það lýsti alveg upp kofann. Og þá sé ég að hann er kominn dáltið nær mér og hann er hlæjandi. Svo að ég hugsa með mér að ég skuli taka pokann minn og fara út og leggjast yndir vagninn. Þá var box á vagninum og, og ég vissi að mundi ekki mikið rigna á mig þar. Og þegar ég kem út þá sé ég uxana. Þeir liggja þarna við hjólin á vagninum og þeir eru að jórtra. Svo að þetta gaf mér nú dáltinn kjark [hlær] svo að ég lagði pokann yndir vagninn og lagðist þar og var þar alla nóttina. Sá ekki indjánann meir.