Gervidraugur í hvítu laki kveðinn niður


Sögn Eymundar Daníelssonar
Árborg, EF 72/17

GERVIDRAUGUR Í HVÍTU LAKI KVEÐINN NIÐUR

Well, það var líka einhvurju sinni, það var norður á Vatni í fiskeríi að strákarnir höfðu þar mann sem að var mikið að trúa á drauga en, en hérna, þeir höfðu nú gaman að honum.
Og svo einu sinni þá var hann seinni í land en hinir svo þeir hugsa sér að þeir skuli sýna ho-, láta hann sjá draug. Það var orðið dimmt svo þeir taka, - einn þeirra, hann breytir sér talsvert og setur alveg hvítt lak eða rúmfat utan um sig. Og svo kemur þessi maður í land og hann hendir svolitlum fiski þar í landið - hefur þar box - og svo lítur hann upp, - þegar hann er búinn að setja í boxið þá sér hann þetta standa rétt hjá sér.
Og honum verður svo bilt við að, - fyrst stekkur hann nú upp og hljóðar á hjálp. Og svo kemur, - er þetta að koma rétt að honum þangað til að hann sér það að hann verður annað hvurt að hlau-, hlaupa eða ekki. En hann grípur það nú og segir: "Í Jesú nafni gríp ég þig!" - og þar datt það. En manngarminn, það varð að taka hann til Selkirk því hann, - honum varð svo mikið um að hann gat ekki, hann varð að vera þar fyrir tíma.
Það var nú allt sem var um það.