Snæbjörn Snorrason Johnson lyftir bíl sínum yfir fallið tré á skógarbraut


Sögn Gunnars Sæmundssonar
Árborg, EF 72/19

SNÆBJÖRN SNORRASON JOHNSON LYFTIR BÍL SÍNUM YFIR FALLIÐ TRÉ Á SKÓGARBRAUT

Það er til dæmis maður hér sem að, fyrir skömmu síðan, - ekki langt síðan hann féll frá, Snæbjörn nokkur Snorrason, sonur Snorra Jónssonar; kallaði sig Snæbjörn Jónsson. Hann var ákaflega mikill þrekmaður en ósköp yfirlætislaus og hlédrægur með það, - að vildi lítið hafa sig í frammi í átökum eða, eða, eða átökum við menn. En ýmislegt í verklegum tilburðum eins og sýndi það að maðurinn var óskaplega mikill þrekmaður.
Og ein saga um hann er það að hann átti erindi eftir skógarbraut, þröngri, á bíl og ætlaði að koma á, á einhvurn mannfagnað eða, eða eitthvurt mannamót að kvöldi til og, og var vænst þangað til þess að taka þátt í einhvurju. En það, en þeir sem voru komnir á undan sögðu að hann myndi líklega ekki koma því þeir höfðu farið um þennan, þessa skógarbraut að deginum og það hafi verið fallið afarstórt tré yfir, yfir slóðina og það var hvurgi hægt að fara í kringum það. Og hefði orðið, - hann yrði bara að ryðja því úr vegi og til þess þyrfti, þyrfti áhöld og, eða meiri mannafla heldur en, heldur en nokkur einn maður gæti gert.
En svo líður ekki, líður ekki á löngu þangað til að hann kemur þarna eftir þessari braut og einsamall á bíl. Og þá fara menn að spyrja hann hvurnig, hvurnig hann hafi farið að í viðureigninni við tréð, að koma því úr leiðinni, úr veginum. Og þá kom þetta furðulega, merkilega svar, ósköp hæverskt og yfirlætislaust: "Ó, ég reyndi það ekki. Ég bara bar bílinn yfir." Og það var farið að athuga þetta og þetta var rétt. Hann hafði borið bílinn yfir tréð. Þetta var, þetta var einn af þessum gömlu Ford T bílum sem að voru hér í hávegum og snemma á árum. Hann hafði nefnilega lyft framendanum upp á tréð, framhjólunum fram yfir tréð. Farið svo aftur fyrir og lyft afturendanum á bílnum og mjakað honum, mjakað honum þar yfir, eftir, bílnum, eftir, yfir tréð og, og lyft svo afturhjólonum fram af bolnum og hélt svo leiðar sinnar.
Svona, svona sögur eru, eru til og, og, og sannar. Og svo eru náttúrlega ýktar sögur af, af afrekum af ýmsu tagi, bæði af, bæði af, af, af þoli og kröftum og ýmsu, ýmsu fleiru sem að, sem að menn gera í, ja, geta verið, geta lent í einhverjum þrengingum og beita sér af allri orku og kannski fram yfir það sem þeir eru færir um. Og stundum bera menn náttúrlega, bera menn þess menjar með ýmsar bilanir og...