Enskukunnátta Íslendinga


Sögn Bergljótar Sigurðsson
Vancouver, EF 72/44

"VILTU GERA SVO VEL AÐ SENDA KONUNNI MINNI KALL, KLUKKAN TÍU"

[hlær]

[H.Ö.E.:] Lof mér að heyra hana, lof mér að heyra hana aftur.

Hvaða sögu, þegar Árni Eggertsson var á Íslandi?

[H.Ö.E.:] Já.

Þegar Árni Eggerts, ó, - hann var, já, hann var staddur á hótelinu, hóteli, og hann fór niður að, niður einn morgun og bað manninn við, hvað á ég að segja, við deskið? [hlær] - og hann segir: "Viltu gera svo vel að senda konunni minni kall , klukkan tíu. Og dóttur minni kall, klukkan ellefu."

Sögn Jóns Guttormssonar

Lundar, EF 72/39

"ÉG HELD AÐ HANN SÉ ÚTI Í SJOPPU AÐ SJÚA MERINA"

Það er sagt í þessu landi að þegar þú ætlar að járna hross þá ætlarðu að, þá ætlarðu að sjúa hana, "you gonna shoe the horse". En svo kom það svo fyrir að maður fór á bæ til að sjá mann og þegar hann kemur að húsinu þá segir, og þá ansaði drengur til dyra og hann spyr drenginn hvurt að pabbi hans sé heima. Hann segir: "Já, ég held að hann sé útí sjoppu að sjúa merina."
Þetta er sagan, já [hlær].