Drukkið með Finna á jólum


Sögn Ragnars Líndal
Betelheimilinu, Gimli, EF 72/9

DRUKKIÐ MEÐ FINNA Á JÓLUM

Já, það voru, við vorum tveir menn að höggva við, - þetta er nú kallað poplar , við fyrir pappírsmyllur. Og við náttúrlega unnum alla daga nema þegar jólin komu. Þá voru tveir Finnlendingar, og lifðu í öðrum kofa, svona kvartmílu frá okkur og, - svo ég segi við félaga mína að við skulum bara heimsækja, - jólin, þú veist, að við skulum fara og heimsækja þessa Finnlendinga og sjá, - tala við þá, staðinn fyrir að vera að vinna á jólonum. Og við fórum þangað yfir um og annar þeirra var að drekka hómbrú, heimatilbúið brennivín, og hann talaði við okkur. Og við vorum þar tvo, þrjá klukkutíma og, að tala við hann og hann gaf okkur að drekka, - og svo segi ég: "Hvað gengur að félaga þínum, hann, hann segir ekki neitt og hreyfir sig ekki?"
Svo að hann segir: "Well , ég veit ekkert hvað. Félagi minn er eitthvað reiður við mig. Hann hefur ekki talað við mig í þrjá daga."
Svo ég fór yfir um og þá var hann alveg ískaldur, alveg stirðnaður, [hlær] - búinn að liggja þarna einn. "Ég veit ekkert hvað gengur að félaga mínum" [hlær] - svo þeim hefur ekki komið mjög vel saman!