Draugar frá Íslandi snúa aftur


Sögn Sigurðar Sigvaldasonar
Víðirbyggð, EF 72/17

DRAUGAR FRÁ ÍSLANDI FARA HEIM AFTUR

[H.Ö.E.:] Voru nokkrir draugar hérna í Víðirbyggðinni?

Bíddu nú við. Það kom fjöldi af draugum með þessum Íslendingum hér áður, sem að flæktust frá Íslandi og hingað vestur. En svo, - og, og þeir vóru hér niðri í Geysir og niður með Riverton og hérna meira að segja vestur á Víðir. En núna er ekki nema eitthvað einn eða tveir. Þeir segja, þeir sem mjög kunnugir eru, að það sé, það sé ung stúlka draugur fyrir austan Árborg. En það hefur enginn af þessum sem ég þekki orðið svo frægir að sjá hana. En við höfðum mann sem var að vinna fyrir sveitina, einn á vegastæði að byggja þetta upp. Og honum var illa við að vera þarna því að hann sagði að það væri reimt þarna. En ég skal segja þér að þessir, þegar að þetta fyrsta fólk dó þá leiddist þessum draugum hér og þeir eru komnir allir heim til Íslands aftur [hlær].

[H.Ö.E.:] Hvaða draugar voru þetta sem að voru hér á sveimi?

Það var, - ég veit ekki hvurt að Þorgeirsboli kom nokkurn tímann hingað. En það var einhvur Skotta sem var hér suðvestur í byggðinni og ég veit að einn af gömlum nágrönnum mínum, - þú lætur aungvan á Víðir heyra þetta - hann komst ekki heim fyrr en að hann var búinn að opna hníf og halda á honum fyrir framan sig. Það var svo mikið af draugum þá hér. En það er eins og ég segi, þeir eru búnir að flækjast allir heim aftur.