Notkun og meðferð handrita

Handrit

 • Gestir á sal sem þurfa að nota handrit í fræðilegum tilgangi útfylla lánseyðublöð og leita til handritavarðar. Listi yfir handritavaktir hangir uppi á kaffistofu og framan við handritageymslu. Æskilegt er að utanaðkomandi fræðimenn geri grein fyrir því fyrirfram í tölvupósti/síma hvaða handrit þeir þurfa að nota.
 • Að öllum jafnaði skulu myndir notaðar, ef til eru, í stað handrita. Stafrænar myndir eru á handrit.is eða í stafrænu handritasafni. Skrár yfir bæði pappírsmyndir og filmur/diska og stafrænar myndir liggja frammi og handritavörður eða bókavörður  gefa upplýsingar.
 • Ekki eru afgreidd fleiri en þrjú handrit í einu og nokkur sérlega viðkvæm handrit eru undanþegin notkun.
 • Til verndar bandi og ef handrit opnast illa skal nota viðeigandi svamppúða.
 • Hendur þurfa að vera hreinar og þurrar áður en tekið er á handriti.
 • Forðast ber að snerta leturflöt handrita með berum höndum heldur nota sérstaka miða ef fylgjast þarf með línum og 'bókaorma' til að halda bókum opnum.
 • Of mikil birta, t.d. sólarljós og hvers kyns óhreinindi og bleyta er handritum skaðlegt. Handrit á ekki að hafa opin að óþörfu. Skinnhandrit eru viðkvæm fyrir hita og raka og mega því ekki vera of lengi utan geymslu.
 • Ekki má yfirgefa handrit á borðum, heldur setja í læstan skáp eða afhenda fræðara til geymslu.
 • Ekki má nota blek eða kúlupenna heldur blýanta í nánd við handrit. Ekki skal skrifa ofan á handritum og ljósmyndum.
 • Ekki má skilja neitt eftir inn í handriti nema sýrufría miða ef nota á sama handrit aftur á næstunni. Aldrei má breyta röð lausra blaða í handriti.
 • Stafrænar myndavélar má aðeins nota til að taka myndir í fræðilegum tilgangi til einkanota en gæta skal ýtrustu varkárni og ekki má nota ljósgjafa né valda ónæði fyrir aðra gesti. Ljósritun/skönnun handrita er ávallt óheimil. Gæðamyndir til birtingar er hægt að panta.
 • Gestir þurfa að skila handritum fyrir kl. 17 (eða fyrr, að rannsókn lokinni). Handrit eru ekki afgreidd eftir kl. 16,30.
 • Forvörður stofnunarinnar hefur umsjón með notkun og meðferð gesta á handritum og ákveður hvaða handrit eru undanþegin notkun.