Þjóðlagasafn séra Bjarna Þorsteinssonar

Samvinnuverkefni þjóðfræðasviðs, Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði og Ísmús.

Ætlunin er að gera gagnagrunn um þjóðlagasafn séra Bjarna Þorsteinssonar. Í honum verða myndir af lögunum eins og þau eru prentuð með nótum í bók Bjarna Íslensk þjóðlög, myndir af handritunum sem eru frumheimildir hans að lögunum og skráning hvers lags þar sem fram kemur hver sé heimildamaður að laginu og hvaðan af landinu það kemur, ásamt upplýsingum um tóntegundir, takt og þær breytingar sem séra Bjarni gerði á lögunum þegar hann bjó þau til prentunar. Verkefnið hefur verið styrkt af Þjóðhátíðarsjóði.