Catalogues on Icelandic Manuscripts

Ítarlegar upplýsingar um skrárnar og einnig um ýmsar óprentaðar skrár, er að finna í riti Einars G. Péturssonar og Ólafs F. Hjartar: Íslensk bókfræði. 3. útg. Reykjavík, 1990. Óprentaðar skrár sem hér er vísað í eru flestar til í bókasafni Stofnunar Árna Magnússonar.
Spjaldskrá um þau handrit sem komið hafa heim úr Árnasafni og Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn sömuleiðis, er á Árnastofnun.
Spjaldskrá um myndir og filmur sem stofnunin á af handritum í íslenskum og erlendum söfnum er einnig þar. Hægt er að fá upplýsingar um filmu- og myndaeign stofnunarinnar hjá bókaverði.
Það nýjasta í skráningarfræðunum er stafræn skráning handritanna sem unnið er að.
 
Söfn á Íslandi
 • Jón Árnason: Skrá yfir prentaðar íslenzkar bækur og handrit í Stiptisbókasafninu í Reykjavík. Reykjavík - 1874
 • Sigurður L. Jónasson : Skýrsla um handritasafn Hins íslenzka bókmenntafélags I-II. Kbh. - 1869-1885.
 • Páll Eggert Ólason: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins. I-III. Reykjavík - 1918-37
 • Páll Eggert Ólason: Handritasöfn Landsbókasafns I. aukabindi. Reykjavík - 1947
 • Lárus H. Blöndal: Handritasafn Landsbókasafns II. aukabindi. Reykjavík - 1959
 • Grímur M. Helgason og Lárus H. Blöndal:  Handritasafn Landsbókasafns. III. aukabindi. Reykjavík - 1970
 • Grímur M. Helgason og Ögmundur Helgason: Handritasafn Landsbókasafns. IV. aukabindi. Reykjavík - 1996
Á handritadeild Landsbókasafns er m. a. spjaldskrá um bréfasöfn og kvæðaskrá.
 
 
Þjóðskjalasafn hefur gefið út skrár um sumar deildir í safninu.
 
Á Þjóðminjasafni, héraðsskjalasöfnum og á byggðasöfnum eru nokkur handrit sem ýmist eru skráð þar eða óskráð.
 
Sagnanet er stafræn skrá um sagnahandrit Landsbókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar. Einnig er hægt að fletta upp á sagnahandritum í Gegni.
 
Söfn á Íslandi og í Danmörku
 
 
 
Handritaskrár Árnasafns í Reykjavík og Kaupmannahöfn og Landsbókasafns Íslands
 
Söfn á Bretlandi og Írlandi

Söfn í Bandaríkjunum

 • Hughes, Shaun Francis Douglas:  A catalogue of the Icelandic manuscripts in the Houghton Library, Harvard University. Óútg.
 • Þórunn Sigurðardóttir:  Manuscript Material, Correspondence, and Graphic Material in the Fiske Icelandic Collection. A descriptive Catalogue. Ithaca: Cornell University Press.
  1994.
Nokkur íslensk handrit eru í Johns Hopkins University Library í Baltimore. (Sjá Árbók Landsbókasafns Íslands 1946-47 s. 163-172.)
Einnig eru 15 íslensk handrit í Yale University Library.
 
Söfn í Svíþjóð og Noregi
 • Gödel, Vilhelm:  Katalog öfver Upsala universitets biblioteks fornisländska och fornnorska handskrifter. Upsala, 1892
 • Gödel, Vilhelm:  Katalog öfver Kongl. Bibliotekets fornisländska och fornnorska handskrifter. Sth. - 1897-1900
 • Håndskriftsamlingen, Nasjonalbiblioteket, avdeling Oslo. Hanske – katalog over materiale katalogisert etter 1996
 • Jónas Kristjánsson:  [Skrár um íslensk handrit í Nordiska museet i Stokkhólmi, Háskólasafninu í Lundi og Uppsala universitetsbibliotek. R-deild.]  Óútg. - 1966
 • Jón Samsonarson http: Skrá um handrit og handrit sem varða íslenskt efni í Uppsala universitetsbibliotek og Kungliga biblioteket, Stokkhólmi og samkynja handrit í Kgl. Vitterhets, Historie och Antikvitets Akademien og Riksarkivet.] Óútg. - 1969
 • Jónas Kristjánsson:  [Skrá um íslensk handrit í Noregi.]  Óútg. - 1966

Þjóðarbókasafn Frakklands

Söfn í öðrum löndum
 
Einstök handrit eru víða um lönd, t.d. í  Wolfenbüttel, Hamborg og Berlín í Þýskalandi, Utrecht á Hollandi (Trektarbók Snorra-Eddu), Vín í Austurríki, Páfagarði í Róm og í Pétursborg í Rússlandi.