Gagnvegir: Ársfundur 2014

Gagnvegir: Ársfundur 2014 - dagskrá Dagskrána má stækka með því að smella á myndina. Ársfundur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Hótel Sögu, Kötlusalnum
7. maí 2014 kl. 8.15-10         

Skráning
 

Ársfundur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum verður haldinn 7. maí 2014 á Hótel Sögu, Kötlusal, kl. 8.15-10. Í Hávamálum er sagt að til góðs vinar liggi gagnvegir. Á fundinum verður fjallað um fjölbreytt samstarf stofnunarinnar við aðila um allt land, menningarráð, héraðsskjalasöfn, minjasöfn, menningarstofnanir, fræðasetur, háskóla og grunnskóla, svo að fátt eitt sé talið. Sagt verður frá örsýningum á handritum á afmælisári Árna Magnússonar, safnkennslu í grunnskólum utan höfuðborgarsvæðisins, ljóðagrunninum Braga sem sameinar ljóðasöfn frá ýmsum stöðum á landinu, breytilegu málfari, örnefnum og fornleifum, og heimsóknum stúdenta frá Vesturheimi. Allir eru velkomnir.
Skráning á www.árnastofnun.is/page/arsfundur2014_skraning fram að hádegi 6. maí.

Dagskrá

Þorsteinn Pálsson, formaður stjórnar
Ávarp

Guðrún Nordal, prófessor og forstöðumaður
Starfsemi stofnunarinnar árið 2013

Lýður Pálsson
Handritin alla leið heim á Eyrarbakka

Svanhildur María Gunnarsdóttir
Farkennsla á 21. öld

Ástrós Signýjardóttir
Snorraverkefnið - íslenska er okkar mál

Birna Lárusdóttir
Að flétta saman þræði: örnefni og fornleifar

Bjarki Karlsson
Gáttir allar

Ari Páll Kristinsson
Byggðarlag og orðalag

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra
Ávarp